Skilmálar
Öll ákvæði neðangreindra skilmála ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komið upp ágreiningur milli aðila verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum.
Greiðslumöguleikar:
Greiða má fyrir vörur sem keyptar eru á Sunray.is með greiðslukorti (MasterCard/Visa) í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor.
Afgreiðsla pantana:
Pantanir eru afgreiddar um leið og greiðsla hefur borist eða næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager verður haft samband við kaupanda og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða varan endurgreidd ef þess er óskað. Ef kaupandi óskar eftir heimsendingu þá eru vörurnar sendar með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Kostnaður við hverja sendingu er 300 kr en ef keypt er fyrir meira en 5000 kr er enginn sendingarkostnaður. Sunray.is ber enga ábyrgð á því tjóni sem kann að verða í flutningi.
Skilafrestur og endurgreiðsla:
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaup á vefverslun að því tilskildu að varan sé ónotuð, henni skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ekki er hægt að skila vöru ef búið er að rjúfa innsigli á pakkningu. Skila verður inn kvittun fyrir vörukaupum þegar vöru er skilað og endurgreiðir Sunray.is vörukaup ef ofangreind skilyrði hafa verið uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Við bendum viðskiptavinum á að hafa samband með tölvupósti á netfangið Sunray@Sunray.is. Kaupandi greiðir sjálfur flutningskostnað fyrir vöru sem er skipt/skilað. Ef einhverjar spurningar vakna þessu tengdar, hafi þá vinsamlegast samband á framangreint netfang.
Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða.
Verð:
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara og áskilur Sunray.is sér rétt til að afgreiða ekki pöntun ef verð vörunnar er rangt skráð í vefverslun. Öll verð í vefversluninni eru með virðisauka og allir reikningar eru gefnir út með virðisauka.
Trúnaður:
Sunray.is heitir kaupanda fullum trúnaði varðandi allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Þegar vara er pöntuð í vefverslun Sunray.is eru upplýsingar um greiðslukort aðeins vistaðar rétt á meðan viðskiptin fara fram og eru samþykkt í kerfinu. Valitor geymir kortaupplýsingarnar í öruggum kerfum sínum, en ekki á greiðslusíðunni sjálfri. Um leið og pöntunin er staðfest og viðskiptavinur fær staðfestingu í hendurnar verður öllum upplýsingum um greiðslukortið eytt samstundis úr kerfinu. Kortaupplýsingarnar eru því alltaf öruggar á meðan öllu ferlinu stendur.
Lög og varnarþing:
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra.
VERND PERSÓNUUPPLÝSINGA
Meðferð persónuupplýsinga:
Sunray.is stendur vörð um persónuupplýsingar viðskiptavina sinna og verða þær ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Öflun persónuupplýsinga:
Sunray.is safnar persónuupplýsingum þínum eins og netfangi, nafni, símanúmeri og heimilisfangi án þess að þær séu persónugreinanlegar. Þessar upplýsingar verða einungis notaðar í þeim tilgangi að veita þér bestu mögulegu þjónustu. Sunray.is eyðir þessum upplýsingum þegar þeirra er ekki lengur þörf eða þegar skilafrestur er liðinn.
Tölvupóstar til okkar:
Netfangið Sunray@Sunray.is heimilar þér að vera í beinu sambandi við okkur með hvaða spurningar sem upp kunna að koma. Við lesum öll skilaboð og gerum okkar besta til að svara þeim hratt og örugglega. Upplýsingarnar sem þú sendir okkur eru nýttar til að bregðast hratt og örugglega við spurningum og athugasemdum.